Addi Grétars: Við eigum að geta skapað miklu meira


„Fjölnir skoraði mark en við gerðum það ekki og því fer sem fer,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 tap liðsins gegn Fjölni í kvöld.

Það var Hans Viktor Guðmundsson, varnarmaður Fjölnis sem skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik þegar skot Igor Jugovic fór af honum og í markið og lokatölur því 1-0 fyrir Fjölni.

„Við vorum kannski aðeins sterkari en ég vil þá frekar vera lakari aðilinn í leiknum og vinna en ég gef leikmönnum liðsins hrós fyrir að hætta aldrei og leggja sig alla fram, allan tímann.“

„Við eigum að geta skapað miklu meira. Við vorum ekki nógu klókir á síðasta þriðjungnum og það kostar okkur mikið í dag.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.


desktop