Arnar G: Breytir leiknum að fá rauða spjaldið


,,Þetta eru bara vonbrigði,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 tap gegn Víkingum í kvöld.

Staðan var 1-1 þegar Damir Muminovic var rekinn af velli og þá varð brekka til fyrir Blika.

,,Mér fannst í fyrir hálfleik jafnt með liðinu, við vorum með fínar sóknir í leiknum. Þetta var opinn leikur.“

,,Við mætum ekki í seinni hálfleikinn, mér fannst Víkingar fram að rauða spjaldinu líklegri. Það breytir leiknum að fá þetta rauða spjald.“

Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.


desktop