Arnar Grétars: Ekki ánægjulegt að fá eitt stig á KR velli í stöðunni í dag

Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var svekktur með að fá ekki þrjú stig gegn KR í Vesturbænum í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

,,Fyrst og fremst er ég ánægður með spilamennskuna. Við sköpuðum mikið af færum og spiluðum virkilega góðan fyrri hálfleik,“ sagði Arnar.

,,Ég held að heilt yfir þá hafi KR ekki skapað eitt eða neitt í leiknum. Við fengum tvö fín færi í seinni hálfleik til að gera út um þetta.“

,,Þetta hefur áður verið vandamál í sumar þar sem við erum ekki að nýta færin og það kostaði okkur í dag.“

,,Einhvern tímann hefði maður verið ánægður með eitt stig á KR velli en maður er það ekki í stöðunni í dag.“desktop