Arnar Grétars: Eyjamenn komust upp með ákveðna hluti


Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var svekktur í kvöld eftir 2-0 tap liðsins gegn ÍBV.

,,Maður er aldrei ánægður að tapa og ég átti von á erfiðum leik, alltaf þegar nýr maður kemur inn þá kemur aukin kraftur í liðið,“ sagði Arnar.

,,Þetta kom mér ekkert á óvart, þessi leikur. Það virtist þó koma okkar mönnum á óvart í fyrri hálfleik, við unnum ekki fyrsta og ekki annan bolta.“

,,Eyjamenn spiluðu vel og þeir sýndu það að þeir vildu þessi þrjú stig. Það vantaði upp á það hjá okkur.“

,,Dómarinn leyfði mikið þannig þeir komust upp með hluti sem þeir hefðu ekki komist upp með í öðrum leikjum.“


desktop