Arnar Grétars: Þurfum að þora að spila


Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deildinni, var nokkuð sáttur eftir 2-2 jafntefli við KR á heimavelli í kvöld.

,,Markmiðið var að fá þrjú stig í þessum leik og mér fannst við byrja leikinn vel, spiluðum vel fyrstu 11 mínúturnar og skorum gott mark en eftir það þá er eins og allur vindur sé úr okkur og KR-ingar taka öll völd án þess að skapa sér mikið af færum,“ sagði Arnar.

,,Við þurftum að vera aggressívari og þora að spila eins og við gerðum fyrstu 10 mínúturnar. Svo fáum við kjaftshögg á okkur í lok fyrri hálfleiks og förum svolítið súrir inn í leikhlé.

,,Mér fannst þetta meiri leikur í seinni hálfleik. Eftir 2-2 þá gáfu bæði lið í og vildu ná þessum þremur stigum og voru virkilega að reyna það og lögðu eitthvað undir.“

,,Ef maður hugsar til baka þá getum við verðum sáttir við stigið. Mér fannst við ekki spila nógu góðan leik.“


desktop