Arnþór Ari: Það eru leikmenn sem þurfa að svara fyrir þessa frammistöðu


„Þetta er bara hrikalega sorglegt,“ sagði Arnþór Ari Atlason, leikmaður Breiðabliks eftir 1-0 tap liðsins gegn Fylki í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.

Það var Daði Ólafsson sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Fylkismenn því komnir áfram í 16-liða úrslitin.

„Þetta er bara í takt við það sem hefur verið að gerast hjá okkur í deildinni. Þetta er fjórði tapleikurinn okkar í röð og þetta er bara engan vegin ásættanlegt. Við þurfum aðeins að fara líta núna í eigin barm og rífa okkur upp.“

„Við erum ekki búnir að vera skapa mikið, sérstaklega miðað við vopnin sem við höfum og það skortir einhvernvegin hugrekki í menn á síðasta þriðjungi vallarins og við verðum að fara skoða það.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.


desktop