Aron Einar: Fannst þér það?


Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var ótrúlega ánægður og stoltur af frammistöðu liðsins í kvöld gegn Úkraínu.

,,Fannst þér það? Þetta spilaðist alveg eins og við ætluðum okkur og við vissum nákvæmlega hvað við vorum að fara út í. Mér fannst enginn skjálfti í liðinu,“ sagði Aron Einar.

,,Úkraína er með virkilega sterka kantmenn sem geta búið til færi úr engu og við lokuðum virkilega vel á þá.“

,,Seinni hálfleikurinn var frábærlega vel spilaður af okkar hálfu en það var enginn skjálfti. Við vissum alveg hvað við vorum að fara út í.“

,,Við sögðum það í hálfleik að þeir myndu springa. Þeir áttu langt ferðalag í gær og þessi ákefð og karakter sem við sýnum heima er framúrskarandi og ég er stoltur af öllum þeim sem koma að leiknum í dag.“


desktop