Bjarni Jó: Það hefur aðeins vantað kjarkinn í íslenska drengi


„Ég er bara mjög ánægður með þetta og hlakka til að vinna með honum. Þetta er markaskorari og hann hefur sýnt það á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Jóhannesson, þjálfari Vestra á blaðamannafundi í Kópavoginum í kvöld.

Sólon Breki Leifsson skrifaði undir eins árs samning við félagið sem ætlar sér stóra hluti í 2. deildinni, næsta sumar en Bjarni tók við liðinu á dögunum.

„Við erum aðeins að reyna breyta munstrinu. Við ætlum okkur að fækka erlendu leikmönnunum og fá íslenska drengi til þess að koma vestur. Það hefur aðeins vantað kjarkinn í að koma og við erum bara mjög fegnir þegar að við fáum drengi sem þora að koma og taka sénsinn.“

„Við verðum að reyna að kroppa í þessa topp baráttu og það er að sjálfsögðu markmiðið en svo verðum við bara að sjá hvað setur.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.


desktop