Elmar var auralaus í atvinnumennsku og lifði á núðlusúpum


Kvikmyndin Jökulinn logar sem fjallar um magnað afrek karlalandsliðsins er kominn í verslanir.

Myndin fjallar um afrek strákana að komast á EM í Frakklandi og fékk Sölvi Tryggvason allan aðgang að liðinu sem möguleiki var að fá.

Myndin er afar góð og er nú kominn í verslanni á DVD formi, í boði eru 120 mínútur af áður óséðu aukaefni.

Brot af aukaefninu má sjá hér að ofan og neðan en þar ræðir Sölvi við nokkra landsliðsmenn um lífið í atvinnumennsku.

Theodór Elmar Bjarnason segir frá tíma sínum í Celtic þar sem hann átti erfitt með að fóta sig í lífinu.

Um myndina
Eftir tveggja ára tökur með landsliðinu í knattspyrnu stóðum við uppi með 200-300 klst af myndefni. Eftir gríðarlega klippivinnu sem Saevar Gudmundsson og Úlfur Teitur Traustason báru hitann og þungan af stóð fyrsta útgáfa af kvikmyndinni Jökullinn logar í fjórum og hálfri klukkustund.
Ljóst var að bíómyndin gæti ekki orðið lengri en 90 mínútur, þannig að 3 klukkustundir af klipptu efni enduðu í ,,ruslinu“. Margt af þessu efni voru frábærar senur sem pössuðu ekki inn í myndina eða kom stóru sögunni ekki við. Sárast var þó að klippa í burtu sögur af nokkrum fastamönnum í liðinu. En til þess að allar þessar myndir, töku- og klippivinna, færu ekki algjörlega í súginn var bara einn kostur í stöðunni – en það var að koma þessu á DVD. Þar eru margar sögur sem sem einfaldlega verða að vera til, fyrir utan þá staðreynd að við erum enn að reyna að koma myndinni réttum megin við núllið.


[dc_social_feed id="124"]
desktop