Fanndís: Ég veit það ekki


Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var súr á svipinn í kvöld eftir 3-0 tap gegn Austurríki í lokaleik liðsins á EM.

,,Það er lítið hægt að segja. Það er hundfúlt og ömurlegt að enda þetta svona,“ sagði Fanndís.

,,Við ætluðum að enda þetta almennilega fyrir okkur og ykkur sem fjallið um okkur og allt fólkið sem horfir á okkur en það gekk ekki í dag.“

,,Við settum okkur markmið fyrir mótið sem voru fullkomlega raunsæ og það er stutt á milli í þessu. Það er engin skýring á þessu.“

,,Þetta er mjög skemmtilegt kerfi. Þegar við vinnum hann hátt á vellinum þá erum við margar uppi en sóknarleikurinn gekk ekki það vel á mótinu.“

,,Mér leið eins og að við værum aldrei með leikinn. Boltinn skoppaði fram og til baka og þær voru ákveðnar í allt.. Ég veit það ekki.“


desktop