Felix Örn: Þjóðhátíð 2.0


Felix Örn Friðriksson, leikmaður ÍBV í Pepsi-deildinni, var að vonum sáttur í dag eftir sigur á FH í úrslitum Borgunarbikars karla 1-0 á Laugardalsvelli.

,,Tilfinningin er mjög góð. Ég held að hún hafi aldrei verið betri. Við lögðum þetta upp nákvæmlega svona eins og þetta gerðist,“ sagði Felix.

,,Það var smá stress í síðari hálfleik en ef það er ekki stress þá er þetta ekki skemmtilegt.“

,,Ef við nýtum ekki færin þá verða leikirnir svona og við við erum ekkert sérstaklega góðir í því!“

,,Þetta er algjörlega þjóðhátíð 2.0!,“ bætti Felix við.


desktop