Fer FH í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á næstu árum?


Íslandsmeistarar FH eru stórhuga fyrir komandi ár og ætla sér að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Markmiðið virðist vera raunhæft miðað við gengi FH árið 2013 og Stjörnunnar árið 2014 í Evrópudeildinni.

FH fer í forkeppni Meistaradeildar á næstu leiktíð og ef liðið vinnur tvö einvígi þar þá kemst það í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Fyrir mót var mikið talað um að FH væri atvinumannalið en þau ummæli lét Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH falla.

,,Það er búin að vera pressa á okkur allt tímabilið, auðvitað þessi ummæli sem komu frá Jónsa (Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH) sem voru held ég tekin úr samhengi eftir því sem ég best veit,“ sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut.

,,Við vorum ekkert að mæta á æfingar og hugsa núna erum við atvinumannaklúbbur og við verðum að geta eitthvað. Þetta er orðið hálfgerð atvinumennsku miðað við hvernig er æft og hvaða kröfur eru gerðar. Við létum þetta ekki hafa áhrif á okkur, öll þessi umræða um að við séum atvinumannalið og að við kostum þetta mikið. Fólk má tala eins og það vill.“

Heimir Guðjónsson segir raunhæft markmið fyrir FH að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á næstu 2-3 árum.

,,Punkturinn í þessu er, hvernig formann viltu vera með? Þú ert með formann eins og Jón Rúnar sem hefur gríðarlegan vilja og vill fara með liðið upp á næsta level. Hann hefur talað um það að við viljum komast inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, það er gott markmið til að vinna með FH. Ef FH sem hefur staðið sig vel hérna á Íslandi er ekki með formann með framtíðarsýn fyrir klúbbinn sinn þá værum við ekki á þeim stað sem við erum í í dag. Okkur hefur gengið vel hérna heima þá viljum við standa okkur vel í Evrópukeppni.“

,,Við höfum sýnt það eins og 2013 þegar við slóum út Ekranas og þá spiluðum við Austría Vín. Töpuðum fyrri leiknum 1-0 úti og 0-0 heima. Ef við hefðum unnið þar þá hefðum við verið komnir í riðlakeppnina í Evrópudeidlinni. Það þarf ákveðna heppni í drættinum svo það sé mögulegt.“

Umræðan er í heild hér að ofan og neðan.


desktop