Freyr Alexandersson: Þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum á bakvið tjöldin


Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var gestur í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í gær.

Íslenska liðið undirbýr sig nú fyrir undankeppni EM sem hefst í næstu viku en þá mætum við Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik.

,,Það er mikil tilhlökkun. Við komum saman bara í gær og náðum tveimur æfingum og einum fundi og æfum svo seinni partinn í dag. Hópurinn virðist vera í mjög góðu standi,“ sagi Freyr.

,,Það væri vont að fara í fyrsta mótsleik og gera einhver barnaleg mistök því við höfum ekki verið nægilega mikið saman.“

,,Riðillinn sem við erum í er snúinn, fyrirfram getum við sagt að við séum sterkasta liðið og við þurfum að vera óhrædd við að segja það.“

,,Við erum með þrjár þjóðir í Austur-Evrópu, það er erfitt að fá upplýsingar um þessi lið, um aðstöðu og að undirbúa sig vel svo við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum á bakvið tjöldin.“


desktop