Fundur FH liðsins breytti miklu – Guðmann vildi fá menn í bjór eftir leiki


FH vann Pepsi deild karla á laugardaginn þegar ein umferð er eftir en þetta var í sjöunda sinn sem FH verður Íslandsmeistari.

Spilamennska liðsins framan af móti var hinsvegar á köfum ekkert sérstaklega merkileg. Liðið virkaði pirrað og lét mikið af hlutum fara í taugarnar á sér.

Nú stendur liðið hinsvegar uppi sem verðskuldaður Íslandsmeistari en fundarhöld í Aserbaídsjan um mitt mót á stóran þátt í því.

,,Þetta var eftir þennan KR leik, við vorum í tómu tjóni í seinni hálfleik á móti KR og létum allt fara í taugarnar. Ég var fremstur í flokki þar,“ sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í gær.

,,Ég kom heim eftir leikinn og fékk spurningu frá konunni minni hvort ég ætlaði að spila fótbolta í þessum pirinngi, hvort það væri ekki komið gott af því. Hún segir oft mikið af vitrum hlutum og þetta var eitt af því.“

,,Ég tók þetta til mín og við ákváðum að setjast niður saman í Aserbaídsjan, við fórum aðalega yfir það að hafa aðeins meira gaman af þessu.“

,,Við vorum að láta það hafa áhrif á okkur að okkur fyndist umfjöllun stundum ósanngjörn, leikir sem við vorum að vinna en okkur fannst við ekki fá það credit sem við áttum skilið. Við vorum allir sammála að útiloka á allt svoleiðis, við gætum bara einbeitt okkur að okkur sjálfum og færum að hafa gaman af þessu. Láta dómarana eiga sig.“

Guðmann Þórisson varnarmaður liðsins hafði lausnir á sínum höndum sem hann nefndi oft á fundinum.

,,Svo minntist Guðmann nokkrum sinnum á það að við þyrftum að vera duglegir eftir leiki að hittast og fá okkur nokkra, það kom ekki á óvart.“

Umræðuna má sjá hér að ofan og neðan.


desktop