Gísli Eyjólfs: Þegar Arnþór Ari talar þá hlusta menn


Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, var að vonum kátur í kvöld eftir fyrsta sigur liðsins í deildinni en Blikar unnu Víking Reykjavík 3-2.

,,Þetta er bara stórkostlegt að landa loksins þremur punktum, það er fínt,“ sagði Gísli.

,,Það er gott að komast á blað loksins, þetta er frábært.“

,,Ef Arnþór Ari talar þá hlusta menn, það er bara þannig. Við einbeittum okkur að því að vinna einvígin og seinni boltana og með því kom mikil barátta og vilji.“

,,Við erum alltaf búnir að lenda undir í þessum fjórum leikjum með bikarnum og það er auðveldari leiðin að skora fyrst.“


desktop