Glódís: Ótrúlega gott að hafa alla fjölskylduna í stúkunni


Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum fúl með að fá ekki meira í kvöld er Ísland mætti Sviss á EM.

Ísland komst yfir í fyrri hálfleik en þær svissnensku sneru blaðinu við og höfðu á endanum betur 2-1.

,,Það er grautfúlt að hafa ekki fengið meira úr þessum leik. Við erum svekktar með að hafa fengið á okkur tvö mörk,“ sagði Glódís.

,,Það er engin afsökun fyrir þessu. Einbeitingarleysi í innkasti og þær ná að skora og þá er þetta aftur orðinn 50/50 leikur.“

,,Við vorum í brasa hvar við höfðum dómarann. Okkur fannst erfitt að spila okkar pressuleik því það var alltaf dæmt á okkur. Það var eins og hún væri ekki með neina línu.“

,,Stuðningurinn var sturlaður í dag, að sjá alla þessa Íslendinga í bláu. Sama hvort þær höfðu jafnað. Það var ótrúlega gott að hafa alla fjölskylduna að styðja mann.“


desktop