Guðbjörg: Verstu mistök ferilsins


Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var gríðarlega svekkt í kvöld eftir 3-0 tap gegn Austurríki á EM.

Guðbjörg gerði sig sek um slæm mistök í fyrsta marki Austurríkis og veit hún vel að hún á að gera betur.

,,Sennilega mistök sem ég hef gert á ferlinum. Ég man ekki eftir verri mistökum,“ sagði Guðbjörg um mistök í fyrsta marki Austurríkis.

,,Þetta er ólíkegt sjálfri mér. Ég ætlaði eitthvað að „seifa“ og taka hann í faðminn frekar en að taka hann uppi og ég verð að taka ábyrgð á þessum byrjandarmistökum.“

,,Markið úr hornspyrnunni var svekkjandi. Við eigum að vera sterkar í því. Akkúrat núna þá er það fyrsta markið sem skilgreinir leikinn.“

Nánar er rætt við Guggu hér fyrir neðan og ofan.


desktop