Guðjón ekki hrifinn af írska liðinu: Slakari en ég bjóst við


Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar, var svekktur með tap liðsins gegn Shamrock Rovers 1-0 í Evrópudeildinni í kvöld. Guðjón var ekki of hrifinn af írska liðinu.

,,Mér fannst við eiga meira í þessum leik, mér fannst við alltaf líklegir til að skora og gefum þeim mark sem gerir okkur erfiðara fyrir í seinni leiknum,“ sagði Guðjón.

,,Síðasta sendingin og að slútta sóknirnar í dag gekk ekki og svo gefum þeim mark sem var klaufalegt, boltinn dettur niður og við náum ekki að hreinsa.“

,,Þeir voru svipaðir og ég bjóst við, jafnvel aðeins slakari. Þeir bombuðu boltanum bara fram.


desktop