Guðjón Pétur: Eins leiðinlegt og það er þá verðum við að sætta okkur við stig


Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deildinni, var nokkuð sáttur eftir 2-2 jafntefli við KR í deildinni í kvöld.

,,Ég held að við getum ekki annað en tekið stigið. Eins leiðinlegt og það er að segja það þá verðum við að gera það,“ sagði Guðjón.

,,Það var mikilvægt að halda út hálfleikinn án þess að fá á okkur mark en það var leiðinlegt að fá á sig mark undir lok fyrri hálfleiks.“

,,Við reyndum að sækja sigurinn og hefðum mögulega getað stolið þessu. Þrátt fyrir að við höfum lent undir aftur þá komum við aftur til baka.“


desktop