Guðni Bergs: Við getum verið gríðarlega stolt af stelpunum


Bjarni Helgason skrifar frá Tilburg:

„Ég er mjög spenntur fyrir þessum fyrsta leik okkar og ég hlakka bara mikið til,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ eftir blaðamannafund liðsins í dag.

Guðni mætti til Hollands í dag og er þetta hans fyrsta stórmót sem formaður KSÍ en hann var kjörinn í febrúar fyrr á þessu ári.

„Þetta er stór viðburður og við upplifðum frábært sumar í fyrra með strákunum og núna er komið að stelpunum. Þannig að við erum með mikinn fjölda stuðningsmanna, fleiri þúsundir og ætlum að styðja vel við bakið á stelpunum og ég vona innilega að okkur og stelpunum gangi vel.“

„Ég er mjög stoltur fyrir okkar hönd. Það er jákvætt hversu mörg við erum hérna og bara jákvæðnin öll í kringum liðið. Við eigum frábært kvennalið og vonandi náum við bara að sýna okkar rétta andlit á morgun.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.


desktop