Gugga: Spænskur dómari sagði mér að við værum geggjaðar


Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:

„Adrenalínið er aðeins að magnast og maður finnur fyrir því núna að það er stutt í fyrsta leik,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, markmaður íslenska landsliðsins í samtali við 433.is í gærdag.

Íslenska liðið mætir Frökkum í opnunarleik sínum á EM 2017 á morgun en leikurinn fer fram í Tilburg.

„Við vorum allir í sjokki og hrærðar bara yfir kveðjunum sem við fengum. Þetta var geggjað og vakti í raun bara athygli út um alla Evrópu. Við vorum á dómarafundi í gær og þar var spænskur dómari sem sagði okkur að þetta hefði verið umtalið útum allan Spán.“

„Þegar að dómarinn flautar þá er þetta bara fótbolti. Þegar að þú kemur inn í leikinn þá ertu ekki að horfa upp í stúku og pæla í einhverri pressu. Þú ert bara að hugsa um boltann þótt að stuðningurinn gefi þér alltaf auka orku.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.


desktop