Gunnar Heiðar skoraði með legghlífinni


Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður ÍBV, var hæstánægður í dag eftir sigur liðsins á FH í úrslitum Borgunarbikarsins. Gunnar Heiðar gerði eina mark leiksins.

,,Þetta er ólýsanlegt. Þetta hefur verið draumur síðan ég var peyi að vinna bikar með ÍBV,“ sagði Gunnar Heiðar.

,,Ég hafði alltaf trú á mínum mönnum. Þetta er mitt lið. Ég kem frá þessari Eyju og er eyjapeyi í húð og hár og að gera þetta með þeim er ólýsanlegt.“

,,Ég vissi að við myndum klára þetta. Það var óþarfi að setja óþarfa pressu á okkur, við hefðum átt að setja annað markið.“

,,Ég skoraði með legghlífinni. Þetta er ekki flókið. Það þarf bara að stýra þessu inn!“


desktop