Gunnleifur: Ekki viss um að Þóroddur hafi séð þetta


Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks var svekktur eftir 1-1 jafntefli gegn KR í kvöld.

KR jafnaði með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma en Guðmundur Andri Tryggvason lét sig falla í teignum.

,,Ég er svekktur út í sjálfan mig að hafa farið niður og leyft honum að veiða þessa vítaspyrnu,“
sagði Gunnleifur.

,,Það var alveg hægt að sleppa þessu, ég er ekki viss um að dómarinn hafi séð þetta. Ég held að hann hafi dæmt þetta á líkindum, ég er viss um að hann hafi ekki sagt þetta.“

Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.


desktop