Gylfi Þór: Gríðarlega stoltir


,,Frábært,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands eftir sigur Íslands á Kósóvó.

Ísland er komið á HM eftir sigurinn, í fyrsta sinn. Minnsta þjóð sem gerir það.

,,Gríðarlega sáttir og stoltir. Við skorum eftir 40. mínútur, mikilvægt að skora fyrir hálfleik.“

Gylfi skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara í 2-0 sigri.

,,Völlurinn var blautur og ég rann í lokin, ég náði að koma honum í skotfæri. Hann fór inn.“

Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.


desktop