Gylfi Þór: Jói Berg er ekki sá stærsti en er 60 kíló af kjöti


,,Ég er mjög sáttur, ég náði að bæta fyrir nokkur færi í leiknum við Finnlandi,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands eftir 2-0 sigur á Úkraínu í kvöld.

Gylfi skoraði bæði mörkin i þessum frábæra sigri og tryggði liðinu mikiævægan sigur.

,,Sáttir með þrjú stig og sáttir með að ná að bæta upp fyrir síðasta leik.“

,,Toppleikur ef þú skoðar varnarleikinn, þeir eru með tvo frábæra kantmenn. Birkir og Jói hjálpuðu bakvörðunum mikið, liðið spilaði vel í heild.“

,,Ég held að fyrsta markið hafi opnað leikinn, það hentar okkur þegar liðin byrjaði að sækja.“

Í fyrra marki Úkraínu vildu þeir fá brot á Jóhann Berg Guðmundsson.

,,Hann er ekki sá stærsti en hann er 60 kíló af kjöti.“

Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.


desktop