Gylfi Þór: Við fáum aldrei betra tækifæri til þess að komast á HM


„Við erum bara komnir beint í recoveri, það er ágætis ferðalag framundan núna og svo beint í leikinn á mánudaginn,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir 3-0 sigur liðsins á Tyrkjum í kvöld.

Það voru þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason sem skoruðu mörk Íslands í leiknum og er liðið nú á toppi I-riðils með 19 stig í efsta sætinu.

„Þetta var bara fullkominn varnarleikur í kvöld. Við hefðum getað verið betri sóknarlega en samt skorum við þrjú mörk hérna á útivelli í Tyrklandi. Við erum auðvitað bara ánægðir með þennan frábæra sigur.“

„Leikplanið var að byrja vel og byrja af krafti. Annað markið kom smá neikvæðni inní þá og áhorfendurnir byrjuðu að baula. Þriðja markið drap svo bara leikinn.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.


desktop