Hallbera: Við ætluðum ekki að fara heim með núll stig


„Efst í huga eftir þennan leik er eiginlega bara stúkan og fólkið sem hefur staðið með okkur, það átti skilið eitthvað meira og betra í kvöld,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, varnarmaður íslenska liðsins eftir 3-0 tap gegn Austurríki í kvöld.

Það vorur þær Sarah Zadrazil, Nina Burger og Stefanie Enzinger sem skoruðu mörk austurríska liðsins í leiknum en íslenska liðið var í vandræðum með að skapa sér marktækifæri í kvöld.

„Mörkin sem við fáum á okkur í kvöld slá okkur útaf laginu. Við eigum að halda boltanum miklu betur og það gekk ekki vel, ég ætla ekki að segja að við höfum átt einhvern frábæran leik hérna í kvöld.“

„Þetta var erfitt, við fáum á okkur easy mörk og það er rosalega erfitt að vinna leiki þegar að það gerist. Í hálfleik þá ætluðum við að fara út og bæta upp mistökin í fyrri hálfleik og við vildum sýna fólkinu að við getum betur og mér fannst við mæta þokkalega grimmar út í seinni hálfleik.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.


desktop