Hannes: Þetta er eitt besta landslið heims


Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, var súr með að fá ekki neitt úr leik kvöldsins er Ísland tapaði 2-0 gegn Króatíu í undankeppni HM.

,,Þetta er grútsvekkjandi. Það eru allir hundfúlir, það var möguleiki á að taka eitthvað úr þessum leik,“ sagði Hannes.

,,Þeir eiga einhverja sénsa en við héldum þeim nokkuð vel í skefjum og þetta var ásættanlegur leikur af okkar hálfu.“

,,Þeir eru eitt besta landslið í heiminum þegar þeir eiga daginn og við áttum stóran möguleika á að fara með góð úrslit heim.“

,,Þetta sýnir samt að við erum okkur alvara í þessu og ætlum okkur alla leið.


desktop