Heimir: Við báðum leikmenn um að halda sér í standi


Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, var hress í dag er við ræddum við hann á blaðamannafundi KSÍ.

Heimir hefur valið íslenska landsliðshópinn sem mun spila á móti í Kína en margir nýir fá tækifæri.

,,Ég vil fyrst og fremst sjá góða spilamennsku, við viljum sjá nýja leikmenn standa sig vel og viljum gefa leikmönnum sín fyrstu fækifæri,“ sagði Heimir.

,,Það munu ekki allir endilega spila. Við munum leita í leikreynsluna í fyrsta leiknum gegn Kína því við fáum í raun bara eina alvöru æfingu fyrir þann leik.“

,,Svo höfum við fjóra daga fyrir seinni leikinn okkar og þá er meiri möguleiki á að menn fái sinn fyrsta landsleik.“

,,Við viljum í svona stóru móti gegn svona sterkum andstæðingum vera með eins sterkt lið og við getum. Velgengnin á síðasta ári hefur orsakað það að leikmenn hafa farið úr Skandinavíu til meginlandsins og eru því ekki gjaldgengir.“

Nánar er rætt við Heimi hér fyrir neðan og ofan.


desktop