Heimir við Davíð Þór: Ert þú búin að semja?


,,Það eru allar líkur á að ég verði áfram með þetta lið,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Íslandsmeistara FH í sjónvarpsþætti 433.is em verður sýnur á Hringbraut í kvöld klukkan 21:30.

Heimir sem er þjálfari ársins að mati 433.is mætir í viðtal líkt og Davíð Þór Viðarsson leikmaður ársins að okkar mati.

Heimir býst við því að halda áfram með liðið á næstu leiktíð.

,,Það er einn leikur eftir og við klárum hann, við setjumst svo yfir hlutina þegar mótið er búið. Eins og staðan er í dag eru allar líkur á að ég verði áfram“.

Davíð Þór segir að það eigi að vera forgangsastriði að semja við Heimi.

,,Ég held að það sé forgangsatriði númer eitt hjá þeim sem stjórna FH, ég á ekki von á öðru en að það gangi upp,“ sagði Davíð Þór sem er að verða sammningslaus og þá skaut Heimir á hann.

,,Ert þú búin að semja?.“

Ekki missa af þætti kvöldsins klukkan 21:30 á Hringbraut.


desktop