Helgi Kolviðsson: Vitum hvernig Lippi vill spila


,,Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta og hversu stórt þetta er,“ sagði Helgi Kolviðsson aðstoðarþjálfari Íslands á æfingu liðsins í Kína.

Liðið tekur þar þátt í æfingamóti en fyrsti leikur er á morgun gegn heimamönnum klukkan 12:00 í beinni á Stöð2 Sport.

,,Það fer vel um okkur, hótelið er frábært. Ástandið er á mönnum gott, strákarnir líta vel út.“

Marcelo Lippi sem gerði Ítala að Heimsmeisturum tók við Kína á síðast ári.

,,Við erum allir búnir að vera sjá kínverska liðið mikið, Lippi gerði miklar breytingar í fyrsta leik en svo er bara einn leikmaður úr síðasta hóp.“

,,Við þurftum að skoða hvern einasta leikmann, það tók sinn tíma og við vitum hvernig Lippi vill spila.“

Viðtalið við Helga er í heild hér að ofan og neðan.


desktop