Höskuldur: Fínt að byrja með skallamarki gegn KR


Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks, var ánægður í kvöld eftir 1-0 sigur gegn KR þar sem hann skoraði sigurmark leiksins.

,,Þetta var mjög mikilvægur sigur og skilar okkur ofar á töfluna. Mjög mikilvægur sigur í alla staði,“ sagði Höskuldur.

,,Það er fínt að byrja þetta eins og í fyrra með skallamarki gegn KR. Það er allt að koma.“

,,Þetta er karakterssigur eftir að hafa tapað í leik þar sem við vorum miklu betri.“


desktop