,,Ísland verður Evrópumeistari“


,,Við verðum Evrópumeistarar,“ sagði Hjörtur Hjartarson leikmaður og þjálfari Augnabliks en hann er gestur í sjónvarpsþætti 433.is sem verður sýndur í kvöld.

Þátturinn verður sýndur í kvöld klukkan 21:30 á Hringbraut og fáum við góða gesti í heimsókn að venju.

Rætt verður um gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu en eins og margir vita þá erum við á leiðinni í lokakeppni EM í Frakklandi næsta sumar.

Magnús Már Einarsson, ritsjóri Fótbolti.net og Sölvi Tryggvason, sjónvarpsmaður, eru einnig gestir í þætti kvöldsins.


desktop