Jóhann Berg: Þvílíka ruglið að taka þennan riðil og pakka honum saman


„Þetta er bara yndislegt og verður ekki betra,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.

Það voru þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson sem skoruðu mörk Íslands í leiknum og er liðið komið á HM í fyrsta skiptið í sögunni.

„Þvílíka ruglið bara að taka þennan riðil og pakka honum saman. Það voru ekki margir sem höfðu trú á því að við myndum taka þennan riðil en við gerðum það.“

„Þetta er stærra en EM og það eru margir sem höfðu ekki trú á því að við myndum gera þetta aftur, hvað þá vinna riðilinn en okkur tókst það.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.


desktop