Jón Daði: Auðvitað á ég að skora úr þessu færi


„Við verðum bara að nýta færin sem við að fá. Við erum að spila fínar sóknir en það vantaði einhvernvegin alltaf herslu muninn,“ sagði Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska liðsins eftir 2-0 tap gegn Króatíu í kvöld.

Marcelo Brozovic reyndist íslenska liðinu erfiður í kvöld en hann skoraði fyrsta mark leiksins á 15 mínútu og var svo aftur á ferðinni á 90 mínútu og þar við sat.

„Við vitum alveg hvað við getum og það er mikið sjálfstraust í liðinu. Við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi og ég er eiginlega bara hundfúll að fá ekkert út úr þessum leik.“

„Auðvitað á ég að skora úr þessu færi, þetta var algjört dauðafæri en ég tek þetta bara á mig. Við vissum það fyrir leikinn að þeir eru í því að pirra andstæðinginn og við ætluðum að reyna fókusera á það að detta ekki á þeirra plan, mér fannst það ganga svona misvel.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.


desktop