Kristinn Steindórsson: Viðræður við Breiðablik fóru ekki út í neitt meira


,,FH hafði samband og hafði áhuga, mér leist mjög vel á það,“ sagði Kristinn Steindórsson sem í dag skrifaði undir tveggja ára samning við FH.

Kristinn kemur til FH frá GIF Sundsvall en hann hefur í sex ár verið í atvinnumennsku.

,,Ég er mjög sáttur með að koma heim og koma í FH, ég ræddi í raun ekki við önnur félög. Mér líst vel á allt hjá FH, mikill metnaður. Þeir vilja koma sér aftur á toppinn, ég vil taka þátt í því.“

Kristinn heyrði frá Breiðabliki, sínu uppdeldisfélagi en ræddi lítið við þá.

,,Ég heyrði frá Blikum, það fór ekki út í neitt meira. Mér leist það vel á þetta hjá FH.“

Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.


desktop