Kristján G: Óvanalegt af strákum úr Garðabæ að vera grjótharðir


,,Við erum að sækja þessa ungu leikmenn sem fá kannski ekki tækifæri hjá þessum stærri liðum,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV í dag.

ÍBV fékk Dag Austmann Hilmarsson frá Stjörnunni í dag en hann er fæddur árið 1998.

,,Þeir stökkva á það að lið í Pepsi deildinni gefi þeim sénsinn, við erum að einbeita okkur að því að skoða markaðinn hér heima áður en við förum til útlanda.“

Ágúst Leó Björnsson ungur framherji kom einnig frá Stjörnunni á dögunum en hann og Dagur þekkjast vel.

,,Hann er með grjótharðan haus, sterkur og fljótur. Við höfðum augastað á Degi í fyrra en það varð ekkert úr því, Hann og Ágúst Leó eru tveir grjótharðir strákar, óvanalegt af Garðbæingum að vera .“

Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.


desktop