Kristján: Sergio Ramos hefði ekki gert betur


Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var í skýjunum í kvöld eftir 1-0 sigur sinna manna á FH í úrslitum Borgunarbikarsins.

,,Tilfinningin er ofboðsleg gleði. Það er engin léttir að vinna bara svo mikil gleði og hún brýst alveg út í manni strax og flautað var af,“ sagði Kristján.

,,Fyrri hálfleikur gekk alveg upp og við skorum eitt mark. Seinni hálfleikur aðeins minna, við hefðum ekki þurft að sækja svona mikið.“

,,Þótt við hefðum fengið Sergio Ramos þá er ekkert víst að hann hefði leyst þessa stöðu betur en Sindri.“

,,Stuðningsmennirnir voru algjörlega magnaðir. Það er ótrúlegt að hafa þetta fólk á bakvið sig.“


desktop