Kristján tók Snapchat í viðtali við Dag – Fínt að losna frá Mána


,,Tækifæri til að gera mig að betri leikmanni,“ sagði Dagur Austmann Hilmarsson sem skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV í dag.

Dagur kemur til ÍBV frá Stjörnunni en hann lék þó aldrei með liðinu í Pepsi deild karla.Hann er fæddur árið 1998 en um er að ræða miðjumann. Dagur var lengi vel í Danmörku en kom heim árið 2017.

,,Þetta mun gera minn feril sem knattspyrnumanns betri, ég sá ekki tækifæri til þess í Stjörnunni.“

Ágúst Leó Björnsson samdi við ÍBV á dögunum en hann kom líkt og Dagur frá Stjörnunni.

,,Við vorum saman í Stjörnunni og svo Aftureldingu í sumar, ÍBV núna. Við komum saman í pakka.“

Máni Austmann, bróðir Dags er í Stjörnunni. Mun hann koma? ,,Nei, það er mjög fínt að losna frá honum,“ sagði Dagur léttur.

Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.


desktop