Milos: Eitthvað main focus fór úr ákveðnum manni


Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, var ekki óánægður með spilamennsku sinna mann í 1-0 tapi gegn Val í kvöld.

,,Við áttum ekki að klikka á þessu augnabliki þar sem við vorum að vinna en eitthvað main focus fór úr ákveðnum manni og hann nær góðu skoti og þeir fylgja á eftir en við ekki,“ sagði Milos.

,,Ég myndi ekki kalla þetta meistarabragur eða meistaraheppni. Frekar meistaragæði. Gott skot, við fengum svona færi en það gerðist ekkert.“

,,Okkar leikur var góður, það er ekkert sem ég get sett út á þannig séð en ég vil sjá meiri neista hjá einhverjum meira á vellinum.“


desktop