Milos: Skelfileg spilamennska í 15 mínútur


Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, var nokkuð sáttur með að fá stig í kvöld gegn ÍBV í Eyjum.

,,Að koma til Vestmannaeyja og taka eitt stig, maður á ekki að vera ósáttur við það,“ sagði Milos.

,,Miðað við það að við vorum með forystuna og það leit lengi út fyrir að við værum sterkari aðilinn og fengum dauðafæri þá eru þetta blendnar tilfinningar.“

,,Spilamennskan var frábær í 45 mínútur svo lala í 15 og svo skelfileg í 15.“


desktop