Milos: Þú vilt fá eitthvað slúður fyrir fyrirsögn


Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, var að vonum örlítið súr í kvöld eftir 2-1 tap heima gegn hans fyrrum lærisveinum í Víkingi Reykjavík.

,,Ég er svekktur með að fá ekkert úr þessum leik því við stóðum okkur vel þar til við fengum á okkur seinna markið,“ sagði Milos.

,,Ég get ekki sagt að þetta hafi verið ósanngjarnt. Þeir stjórnuðu leiknum þannig við þurftum að stela einhverju með skyndisóknum en við vorum ekki ákveðnir þar.“

,,Ég sagði það við strákana að þetta hafi verið frábært effort en það voru sumir hlutir í skipulaginu sem ég var ekki sáttur með. Ég get ekki annað en kennt sjálfum mér um.“

,,Þú vilt fá eitthvað slúður fyrir fyrirsögn en ég segi bara eins og oft, dómgæslan var eins og hún hefur verið í sumar,“ svaraði Milos spurður út í dómgæsluna í kvöld.


desktop