Ólafur Kri: Hitti Castillion og leist vel á


,,Við erum að fá mjög góðan sóknarmann í Kristni,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir að Kristinn Steindórsson og Geoffrey Castillion skrifuðu undir samning við félagið í dag.

Báðir gera tveggja ára samning við FH en Ólafur tók við FH í haust.

,,Kristinn getur leyst margar stöður, við erum að fá góðan dreng. Ég hef þekkt Kristin frá því að hann var 15 ára, ég veit hvað í honum býr.“

Castillion var frábær með Víkingi í sumar þar sem raðaði inn mörkum.

,,Ég hitti hann á fundi, ég hef talað við hann undir fjögur augu. Mér leist vel á það og það sem ég sá í leikjum.“

Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.


desktop