Raggi Sig: Við völtuðum yfir þá


Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í kvöld er íslenska landsliðið vann mikilvægan 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM.

,,Þeir byrjuðu sterkir en sköpuðu samt ekkert. Við lokuðum á þá og tókum enga sénsa,“ sagði Ragnar.

,,Við tókum enga sénsa og unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn. Seinni hálfleikur var bara klassi og við völtuðum yfir þá.“

,,Stundum byrja leikir bara svona. Þú byrjar betur eða hinir byrja betur. Maður spilar þetta eftir eyranu.“


desktop