Rúnar Páll: Maður er með helvítis hausverk eftir þennan leik


Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að það sé súrsætt að tryggja Evrópusæti í dag þrátt fyrir 2-1 tap gegn Val.

,,Maður er með helvítis hausverk eftir þennan leik. Þetta var skrítinn leikur,“ sagði Rúnar Páll.

,,Mér fannst við vera feikilega fínir í fyrri hálfleik, tvær þrjár sóknir sem þeir skora út. Enn og aftur fáum við á okkur mark úr föstu leikatriði.“

,,Svo fáum við vafasamt víti á okkur í leikstöðu sem við erum með yfirburðar leik. Við fáum urmul af færum.“

Nánar er rætt við Rúnar hér fyrir ofan og neðan.


desktop