Sif Atla við blaðamann: Ég tala við þig eftir viku


„You win some you lose some,“ sagði Sif Atladóttir, varnarmaður íslenska liðsins eftir 3-0 tap gegn Austurríki í kvöld.

Það vorur þær Sarah Zadrazil, Nina Burger og Stefanie Enzinger sem skoruðu mörk austurríska liðsins í leiknum en íslenska liðið var í vandræðum með að skapa sér marktækifæri í kvöld.

„Þetta er kannski smá blaut tuska í andlitið því mér fannst við halda þeim í skefjum. Við gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en því miður fór boltinn ekki inn, svona eru íþróttirnar.“

„Við vitum að við eigum að gera betur og við töluðum um það í hálfleik að rífa okkur upp og mér fannst við gera það en því miður datt þetta ekki með okkur í kvöld.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.


desktop