Siggi Víðis: Ég heyri í stjórninni á eftir


Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með liðið í kvöld eftir fyrsta sigur liðsins í sumar 3-2 gegn Víkingi Reykjavík.

,,Þetta var meiriháttar. Frábær frammistaða hjá okkur í dag á öllum sviðum,“ sagði Sigurður.

,,Þetta var bara svipað og við höfum spilað undanfarið. Ekkert öðruvísi. Við náðum að klára það sem við ætluðum að gera.“

,,Ég hef ekkert heyrt um að það sé búið að bjóða mér stöðuna. Ég heyri í þeim á eftir.“


desktop