Siggi Víðis: Okkur vantar sigra og þar af leiðandi sjálfstraust


„Við vorum að sækja í seinni hálfleik en náum bara ekki að opna þá neitt,“ sagði Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 tap liðsins gegn Fylki í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.

Það var Daði Ólafsson sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Fylkismenn því komnir áfram í 16-liða úrslitin.

„Við vorum ekki að búa til nein færi og við fengum nánast engin opin færi í þessum leik. Menn verða að spila aðeins hraðar og gera þetta af meiri krafti.“

„Okkur vantar sigra og þar af leiðandi sjálfstraust, það er bara þannig. Við eigum hörkuleik á sunnudaginn á móti Víkingum og við þurfum bara að gíra okkur upp fyrir það.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.


desktop