Sigurður Egill: Þess vegna spila ég í sitthvorum skónum


Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, segir að liðið stefni á að ná 50 stigum í deildinni en liðið vann 2-1 sigur á Stjörnunni í næst síðustu umferð í dag.

,,Við ætluðum að klára deildina með sem mestum mun þannig það var ekki erfitt að mótivera sig fyrir þennan leik,“ sagði Sigurður.

,,50 stig, það væri frábært, það er markmiðið. Leikurinn var ekkert spes, þetta var hark.“

,,Við höfum verið þéttir fyrir í allt sumar og við vorum þéttir í dag.“

,,Ég hef verið hálf meiddur í allt sumar, ég hef þurft að sprauta mig fyrir marga leiki. Þetta hefur verið súrsætt sumar fyrir mig. Þess vegna er ég í sitthvorum skónum.“


desktop