Sindri um káfið á rassi sínum – Er ekki bara alltaf kærleikur og nánd í Eyjum?


Mynd - Stöð2Sport

,,Við þurfum að hitta á góðan dag,“ sagði Sindri Snær Magnússon leikmaður ÍBV fyrir úrslit bikarsins sem fram fara á laugardag.

FH og ÍBV eigast þá við á Laugardalsvelli klukkan 16:00 en FH er sterkari aðilinn komandi inn í leikinn.

Eyjamenn hafa hins vegar verið öflugir í bikarnum í ár og ætla sér sigur.

,,FH er mjög gott lið, við þurfum að loka á styrkleika þeirra og nýt okkar og vinna leikinn.“

Sindri var til umfjölunnar í Pepsimörkunum í gær en þegar ÍBV fagnaði marki sínu gegn Víkingi á þriðjudag klappaði Mikkel Maigaard Jakobsen all hressilega í rassinn á Sindra. Smellltu hér til að sjá atvikið.

,,Ég á erfitt með að tjá mig um þetta, er ekki bara alltaf kærleikur og nánd í Eyjum?.“

Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.


desktop